Wednesday, November 14, 2012

Kósý miðvikudagur


Það er búið að vera svo mikið kúruveður í dag og þá er tilvalið að gera aðeins vel við sig.
Það var voða gott að kúra sér upp í sófa með heitan kaffibolla, uppáhalds súkkulaðið mitt og jólablað Hús og Hibýla. Ég kveikti svo á yndislega ilmkertinu mínu frá SIA sem ég fékk í innfluttningsgjöf og er með þessari líka ekta jólalykt. Nokkur jólalög fengu meira að segja að vera með. Það má alveg í nóvember er það ekki?
Í kvöld ætlum við svo að vinna aðeins í barnaherberginu. Skella saman rimlarúminu og gera fínt fyrir komu erfingjans. Ekki slæmt kvöld það :)

Vona að dagurinn hafi verið jafn góður hjá ykkur!

2 comments:

  1. Æ en fyndið, á stofuborðinu mínu eru nákvæmlega sömu hlutir: blá Iittala Marimekko skál, nýjasta Hús&Híbýli og kerti sem ég fékk í innflutningsgjöf!

    ReplyDelete