Monday, November 12, 2012

Jóladressið

Ég hef sko heldur betur komist að því að það er hægara sagt en gert að finna jólakjól utan um eitt stykki óléttubumbu. Eftir að hafa þrætt allar þessar helstu búðir á netinu án árangurs var ég farin að örvænta og var orðin soldið hrædd um að þurfa að panta jólakjólinn hjá Seglagerðinni!
En svo var það í gær að ég ákvað að fara enn eina ferðina í gegnum H&M síðuna og mér til mikillar gleði voru þeir nýbúnir að setja inn fullt af nýjum og fallegum hátíðarflíkum, þar á meðal nokkra gordjöss kjóla.


Ég valdi mjög klassíska og einfalda kjóla úr góðu teygjanlegu efni. Svarti er mjög sparilegur en gengur samt við ýmis tækifæri. Þennan bleika hafði ég hugsað mér að nota á milli jóla og nýars, í jólaboð og svona og held að hálsmenið sé ótrúlega flott við hann. Hann er mjög einfaldur en þá er líka svo létt að poppa hann upp með flottu skarti.
Núna er bara að vona að þetta passi!


Instagram @ sarahilmars

No comments:

Post a Comment