Thursday, November 22, 2012

DIY


Þegar kom að því að kaupa skiptiborð fyrir bumba að þá var ég með mjög nákvæma mynd af því í huganum. Ég vissi upp á hár hvernig ég vildi hafa það. Svo þá hófst leitin mikla sem bar ekki góðan árangur, bara engan! Eftir að hafa skoðað allar hugsanlega húsgagnaverslanir landsins og meira að segja erlendis að þá gafst ég upp og fór inn á barnaland. Ég var ekki búin að leita lengi þegar ég fann þessa gersemi. Í fullkomnu ásigkomulagi og NÁKVÆMLEGA eins og það sem ég var búin að ganga um með í kollinum! Fyrir 15þ kall fengum við því drauma skiptborðið. Liturinn var þó ekki alveg eins og húsfreyjan vildi svo þá var kallinn settur í að pússa það allt upp og mála hvítt. Í gærkvöldi var það svo loksins tilbúið og þá tók ég mig til og pússaði það aðeins upp aftur til að fá svona gamaldags áferð á það, eins og sést á myndinni til hægri.
Ég hreinilega gæti ekki verið ánægðari með það. Þá er bara eftir að þvo öll þessu krúttlegu litlu föt og koma þeim fyrir á nýja heimili sínu!

Og þar sem að ég var dottin í DIY gírinn að þá tók ég mig til og hófst handa við smá jólaföndur. Keypti tréstafi og málaði. Fyrst með dökkum lit undir og svo yfir með hvítum. Síðan voru herlegheitin pússuð til að fá dökka litinn aðeins í gegn og útkoman var bara alls ekki svo slæm! Ég er því komin með smá jólahorn hérna heima.. má það ekki alveg? Svona aaaðeins til að svala jólaskreitingarþörfinni ;)


No comments:

Post a Comment