Wednesday, November 7, 2012

Haustlegir varalitir

Topshop lips in wicked - burgundy litur

Það er eiginlega skammarlegt hvað það er langt síðan að ég bloggaði síðast. Ef það er einhver sem kemur ennþá hingað inn þá segji ég bara takk!
Áhuginn hjá mér fyrir þessu bloggi hefur verið eitthvað takmarkaður síðustu misseri. Kannski þar sem að ég er hætt að vinna og þá eru ekki mörg tækifæri til að klæða sig upp og vera fín og ég efast um að þið hafið áhuga á að sjá myndir af mér í kósýfötunum með bumbuna út í loftið :) En þar sem ég hef núna ótakmarkaðan tíma fyrir þetta blogg að þá ætti ég nú kannski að reyna að dusta aðeins rykið af því og byrja að blogga aftur.. Þið eigið það nú alveg inni hjá mér fyrir að hafa fylgt mér svona lengi og verið svona æðislegir lesendur!

Þessa dagana er ég með æði fyrir dökkum varalitum. Burgundy, plómulitaðir, fjólubláir..
Það er kannski skammdeginu að kenna, ég veit það ekki, en mér finnst svona dökkir varalitir alltaf svo flottir á haustin og veturnar. Það er soldið svona gothic vibe yfir þeim sem ég fýla.
Topshop er með flott úrval af varalitum í þessum litum, einnig fann ég nokkra frá E.L.F. og Gina Tricot sem eru flottir.

Inhibitation. Dökk plómulitaður.
Beguiled. Vínlitaður.

E.L.F. Cheerful cherry. Dökk kirsuberjarauður.

Gina Tricot Pink Fever. Fjólubleikur.

Instagram @ sarahilmars


1 comment:

  1. heey,
    I loooved your blog!!!
    i'm following in bloglovin', follow me??
    and my twitter too?? :3
    thanks! XoXo

    @_alicedias

    http://bringit-up.blogspot.com.br

    ReplyDelete