Sunday, November 25, 2012

Jólin og náttúran


Okei þetta er í síðasta sinn sem ég pósta myndum af þessu litla jólahorni hjá mér enda kláraði ég það í dag. En þið sem hafið verið að fylgja mér á Instagram hafið fengið að sjá ófáar myndirnar af því hvernig þetta horn hefur þróast hjá mér. 
Við fundum þessa fínu grein út í bílsskúr og ég vissi strax hvað ég gæti notað hana í. Skellti henni upp á vegg með smá snæri og hengdi svona fínt jólaskraut á hana og voilá! Er hún ekki bara fín? :)
Stjarnan og jólatréð er jólatrésskraut úr Ilvu og hjartað var gjöf frá mömmu, keypt í Evítu á Selfossi. Það er ekkert endilega neitt jóla, en fannst það koma vel þarna út. Sammála?

Í vikunni mun ég svo fara í það að klára að skreyta. Ég er eiginlega vandræðanlega spennt fyrir því, enda jólabarn í húð og hár! Þetta er klárlega besti tími ársins :)

2 comments: