Friday, March 30, 2012

You can leave your hat on

Hattur & peysa - Lindex / Stígvél - Focus

Þægilegt, casual outfit í dag.
Elska þessi stígvél. Það sést kannski ekki nógu vel á myndinni (þarf að eignast betri myndavél.. og einhvern til að taka myndir af mér..ég veit, ég veit!) en þau ná alveg upp fyrir hné. Ég keypti þau fyrir jólin 2010 og þó að þau séu ekki ekta leður að þá sér ekki á þeim þrátt fyrir mikla notkun. Ég elska það þegar maður dettur niður á svona góð kaup.

Annars fór gjafaleikurinn minn rosalega vel af stað! Gaman að sjá hversu margir eru nú þegar búnir að taka þátt og hvað margir eru búnir að skilja eftir falleg komment, takk fyrir það!
Ef að þið eruð ekki búin að taka þátt, þá getiði farið inn á Facebook og það eina sem þið þurfið að gera er að like'a síðuna, kvitta við myndina af því sem því sem ykkur langar í og deila svo síðunni (eða myndinni, það er líka nóg). Svo er ekkert sem bannar það að deila og kvitta oftar en einu sinni og auka þannig líkurnar á því að vinna ;)

2 comments:

  1. Ég á einmitt svona svipuð stígvél og ég elska þau!

    x
    www.shades-of-style.com

    ReplyDelete
  2. Casual Cool Look.. Elska þetta ♥

    ReplyDelete