Friday, August 5, 2011

The comeback of the denim jacket

Ég hef tekið eftir því að undanförnu að það hefur færst í aukana að maður sjái fólk í gallajökkum, hvort sem það er bara út á götu eða á myndum af fræga fólkinu. Jakkar í öllum stærðum og gerðum, acid washed, rifnir, útsaumaðir, með kögri, stuttir, síðir, gamlir og nýjir. Svo það kom mér ekki á óvart að sjá umfjöllum Style.com um endukomu gallajakkanns. Ég hef persónulega  mjög gaman af þessari flík og á nokkra ólíkar týpur af gallajökkum sem ég nota bæði við fínni föt og hversdagslegri.
Hér eru annars nokkrar myndir sem Style.com birti af fallega og fræga fólkinu í sínum jökkum..


 

1 comment:

  1. Þarf greinilega að eignast einn svona :)

    flott blogg hjá þér

    ReplyDelete