Monday, August 22, 2011

Long time no see

Úff það er svo allt of langt síðan ég bloggaði síðast! Það er vægast sagt búið að vera BRJÁLAÐ að gera hjá mér síðustu vikur svo það hefur því miður gefist lítill tími til að setjast niður og blogga. Er búin að vera á milljón að skrifa og stílisera fyrir Infront.is, en í síðustu viku tókum við upp tvo myndaþætti á Kex Hostel. Æðisleg staðsetning og sjúk föt sem ég fékk að vinna með! Fyrsti myndaþátturinn er kominn á netið og þið getið séð hann HÉR.
Síðan var opnunarpartý síðunnar á Esju núna á laugardaginn á menningarnótt. Kvöldið heppnaðist ótrúlega vel og mæting var vonum framar. Ég fékk lánuð föt frá Líber og gefins sokkabuxur frá Gabriellu til að vera í og ég var ekkert smá sátt með það outfit. Ég er alveg ástfangin af kjólnum og það var sko mjög freistandi að stinga bara af í honum ;) hehe Mæli með að þið kynnið ykkur fötin frá Líber, ótrúlega flott og skemmtileg hönnun þarna á ferð. Fyrir áhugsama þá er búðin staðsett á Hverfisgötu 50.

En núna er ég flutt á Akureyri! Skólinn byrjar á morgun með nýnemadögum og ég er rosa spennt! Held að þetta verði ótrúlega skemmtilegt nám og verður gaman að prófa að búa hérna á norðurlandinu, þó ég sé strax farin að sakna fagra suðurlandsins míns!

Kjóll & Hálsmen - Líber / Sokkabuxur - Gabriella / Skór - JC Lita


2 comments: