Friday, November 12, 2010

Santa baby

Nú fer senn að líða að þeim tíma árs þegar konur fara að spá í jólakjólnum. Þó svo að margir fái hnút í magann við að hugsa um að jólin séu á næsta leiti, þá er nú ekki nema rétt rúmur mánuður til stefnu og um að gera að byrja að leita fyrr en seinna, svona til að losna við mesta stressið í desember og geta notið skammdegisins sem mest. Maður má nú ekki lenda í jólakettinum!
Hérna eru þær týpur sem eru mest áberandi í kjóla tískunni um þessar mundir..

One shoulder kjólarnir eru ennþá vinsælir og koma í hinum ýmsu útgáfum. Bæði þessir sem eru þröngir og aðsniðnir og núna eru að koma sterkir inn þessir sem eru aðeins víðari og svona 'flowy', eins og þessi á fyrstu myndinni.

The 60's are back! Tískan er komin aftur til London ca. 1960. Sinnepsguli liturinn kemur sterkur inn og kjólar með kraga, eins og Alexa Chung sást í í auglýsingunni fyrir haustlínu Madewell. Ef þið viljið fara aðeins fínna í litina þá mæli ég með að þið fáið ykkur sokkabuxur í flottum lit, þær fást t.d. í sinnepsgulu í Zara!

Flauelflauelflauel! Heitasta efnið núna í vetur, sérstaklega í rauðu og öðrum berjalitum. Einnig koma metal litirnir sterkir inn. Mér langar mest í rauðan flauels kjól til að pæjast í á aðfangadag!

The maxi! Maxi kjóllinn heldur enn vinsældum sínum frá því í sumar. Hann er frábær leið til að lengja mann og grenna og er til í fullt af útgáfum, möguleikarnir eru endalausir!

Ermar. Kjólar með víðum/blöðru ermum eru að koma sterkir inn á ný. Sérstaklega með ermum úr gegnsæju efni. Fínt fyrir þær sem vilja ekki vera að flagga handleggjunum of mikið :)

Mesh kjóllinn. H&M kom þessu trendi af stað og hafa kjólarnir þeirra í þessum stíl verið mjög vinsælir. Hann er aðsniðinn sem gerir hann mjög kvennlegann en gegnsæja efnið gefur honum smá 'edge'.

Allar myndir eru teknar af Asos. Ert þú búin að finna þér jólakjólinn í ár??


P.S. 8 dagar eftir að gjafaleiknum! Ekki gleyma að taka þátt :)

8 comments:

 1. i could buy whole asos!!! Such a great shop!
  I just discovered your blog and i'm loving it! You have such a great sense of style and i love reading your posts! Therefor i'm going to follow you!
  I hope you visit me back and maybe you follow me too?

  Lots of love
  from belgium
  FashionFabrice

  have a great day!

  ReplyDelete
 2. Great post!
  I love mini dresses!:))
  I just found your blog,it's very cute!I added to your followers:)
  xx Mary

  ReplyDelete
 3. gorgeous dresses!! you have a great blog! im going to follow you. i hope you can follow me back ^-^

  katslovefashion.blogspot.com

  ReplyDelete
 4. Hi there,

  I just found your blog &. I think it's really nice!
  I would love you to pass by mine &. maybe we can follow eachother?

  + Join my giveaway!

  Kind regards, Valerie
  screamyourfeelingsout.blogspot.com

  ReplyDelete
 5. Hefuru partanð frá asos? Hvernig eru stærðirnar? Langar í kjól sem er til í stærðum frá xs-l. Ég er stundum s eða m, veit samt ekki hvorn ég ætti að taka.

  ReplyDelete
 6. Takk fyrir þetta blogg! Ég féll fyrir þessum hvíta, víða frá river island, og keypti hann á föstudaginn. Nú er hann uppseldur! :)

  ReplyDelete
 7. frábært, en gaman að heyra! :) hann er líka æði!

  ReplyDelete
 8. Ef þú er klár að sauma þá fæst svona flauels/velúr efni í rúmfó á kúk og kanil. 1.690 kr. fyrir 1,5*5 m sem er örugglega nóg í tvo kjóla. ;)

  Annars keypti ég mér jólakjól sem er einmitt one-shoulder með risastórri ermi ;)

  ReplyDelete