Friday, September 21, 2012

Missoni - Lindex


Þriðjudaginn næsta, 25.september, mun Lindex halda sérstakan morgunverð í verslun sinni í Smáralind í tilefni af því að Missoni - Lindex línan kemur í verslunina þann daginn. 
Ég hef alltaf heillast að þessu klassíska Missoni munstri og það er gaman að sjá hvað línan höfðar til breiðs aldurshóps. Mér finnst skyrtan hérna að ofan æðisleg og svo væri ég rosalega til í eitthvað á litla krílið líka. Svo er ekki verra að 10% af söluandvirði línunnar rennur til styrktar baráttunni við brjóstakrabbamein!

Morgunverðurinn verður klukkan 9.30 í verslun Lindex í Smáralind. Ég hvet allt tískuáhugafólk, sem og aðra að mæta og styrkja gott málefni :)

Instagram @ sarahilmars

No comments:

Post a Comment