Í morgun var Missoni lína Lindex kynnt með flottum morgunmat í verslun Lindex í Smáralind. Partýið byrjaði klukkan 9.30 og var þá strax mikið af fólki mætt. Mér finnst margt flott í þessari línu en því miður var ekki mikið af því sem var sérlega óléttubumbuvænt. Ég leyfði mér þó að splæsa í þessu geðveiku peysu sem mér finnst ofboðslega klassísk og ég veit að ég mun nota mikið, ásamt einu fínu armbandi.
Barnalínan er mjög skemmtileg og ég stóðst ekki mátið og keypti þessa æðislegu samfellu fyrir litla bumbukrílið.
Barnalínan er mjög skemmtileg og ég stóðst ekki mátið og keypti þessa æðislegu samfellu fyrir litla bumbukrílið.
Lindex fær alveg 10 í einkunn frá mér fyrir flottan viðburð og frábæra þjónustu. Fyrstu viðskiptavinirnir fengu líka svona fallegt bleikt armband að gjöf, enda er þessi lína til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Væri gaman að sjá oftar svona skemmtilega viðburði hjá verslunum hér á landi.
Instagram @ sarahilmars