Saturday, March 19, 2011

Merkinet

Mér langar að kynna ykkur fyrir rosalega flottri íslenskri hönnun, en það eru mæðgurnar Björg Valgeirsdóttir og Sunna Ósk Guðmundsdóttir sem eru að hanna undir nafninu Merkinet. Í sameiningu eru þær eru að hanna rosalega fallega hringi og hálsmen. Björg hefur verið að sauma og hanna frá því að hún var barn en hjólin fóru að rúlla þegar hún keypti sér sína fyrstu merkivél árið 2000. Hún er leiðandi í sérsaumi og bróderímerkingum fyrir einstaklinga og hópa á Íslandi og má sjá meira af verkum hennar inn á www.merkinet.is . Á þessu ári hófst hún svo handa við að hanna skartgripi með hjálp Sunnu dóttur sinnar. Ég mæli með að þið kynnið ykkur þetta betur, enda er nauðsynlegt að styðja við íslenska hönnun! Þið getið séð fleiri myndir inná facebook síðunni þeirra www.facebook.com/merkinet. Til gamans má geta að þær eru akkurat með kynningartilboð í gangi núna þessa vikuna sem er um að gera að nýta sér. Flott framtak hjá flottum mæðgum!

Æðislega fallegt hálsmen, til í fleiri litum.

Minni gerðin.

Og með fjöðrum. Elska þetta, enda er ég sjúk í allar fjaðrir í augnablikinu!

Hrikalega flottir hringir. Til í fleiri gerðum og litum.

Eigið góða helgi elskurnar!

1 comment:

  1. Virkilega fallegt! Farin að skoða þær betur ;)

    ReplyDelete