Style Party er 1.árs í dag!
Finnst eins og það hafi verið í gær að ég sat í frönsku tíma í skólanum og lét mér leiðast. Það var þá sem ég ákvað að byrja að blogga, eftir að sú hugmynd hafði blundað í mér í nokkurn tíma. Þá hefði mér aldrei grunað hvað þetta litla blogg ætti eftir að gefa mér mikið á einu ári. Öll tækifærin sem ég hef fengið, öll góða umfjöllunin sem bloggið hefur fengið og athyglin sem ég hef fengið út á það. Þetta blogg hefur einnig hjálpað mér að finna og þróa minn persónulega stíl og það er ég einnig ótrúlega þakklát fyrir.
Þetta myndi auðvitað aldrei ganga upp án ykkar, elsku lesendur, sem margir hverjir hafa fylgt mér frá fyrstu færslu. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir að styðja við mig og öll þið sem hafið komið upp að mér og rætt við mig um bloggið og hrósað mér, það er mér svo mikils virði. Þið eruð æði!
Ég er viss um að næsta ár verði enn betra, með fullt af nýjum tækifærum og ég vona innilega að þið haldið áfram að fylgja mér á þessu skemmtilega ferðalagi :)
Takk fyrir mig!
P.S. Til að kick starta nýju afmælisári þá er ég búin að gera nokkrar breytingar á síðunni, eins og þið hafið kannski tekið eftir. Finnst þetta lúkk vera meira clean og stílhreinna. Vil svo benda ykkur á að það er kominn hnappur hérna til hægri sem til getið smellt á til að senda mér beint email. Hann ætti ekki að fara framhjá ykkur, það er þessi litli með umslaginu á ;)
♥