Wednesday, March 30, 2011

Elite Model Look 2011

Á laugardaginn fer Elite Model Look 2011 keppnin fram í Listasafni Reykjavíkur. 12 stelpur keppa um titilinn í ár. Miðasala er á miði.is og kostar litlar 1000kr inn. Ég mæti ásamt bleikt.is teaminu og ég get ekki beðið, held að þetta verði rosa gaman. Fín upphitun fyrir sýningar kvöldsins á RFF!

Margrét
 Elísabet
Ragnheiður
Svava
 Sigríður Eva
 Iðuna
 Harpa
 Magdalena
 Ingibjörg Íris
Birgitta
Bergdís
Vera

Monday, March 28, 2011

Black Milk


Ástralska fyrirtækið Black Milk er náttúrulega bara aðeins of svalt. Langar í allt frá þeim!
..Kreisí að gera þessa vikuna í kringum RFF, ætla samt að reyna að vera dugleg að blogga.

Sunday, March 27, 2011

Born this way

 Jakki - Sautján / Bolur - Topshop / Leggings - H&M / Skór - Jeffrey Campbell / Varalitur - Morange by MAC

Outfit dagsins. Frekar basic og kósý bara. Eyddi deginum í að stússast fyrir RFF og kíkti svo í Kolaportið og gerði góð kaup. Er orðin vandræðanlega spennt fyrir RFF og það er svo ótrúlega gaman að fá að taka þátt í undirbúningnum. Ætlar þú að fara?


Saturday, March 26, 2011

Happy birthday!


Style Party er 1.árs í dag!
Finnst eins og það hafi verið í gær að ég sat í frönsku tíma í skólanum og lét mér leiðast. Það var þá sem ég ákvað að byrja að blogga, eftir að sú hugmynd hafði blundað í mér í nokkurn tíma. Þá hefði mér aldrei grunað hvað þetta litla blogg ætti eftir að gefa mér mikið á einu ári. Öll tækifærin sem ég hef fengið, öll góða umfjöllunin sem bloggið hefur fengið og athyglin sem ég hef fengið út á það. Þetta blogg hefur einnig hjálpað mér að finna og þróa minn persónulega stíl og það er ég einnig ótrúlega þakklát fyrir.
Þetta myndi auðvitað aldrei ganga upp án ykkar, elsku lesendur, sem margir hverjir hafa fylgt mér frá fyrstu færslu. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir að styðja við mig og öll þið sem hafið komið upp að mér og rætt við mig um bloggið og hrósað mér, það er mér svo mikils virði. Þið eruð æði!
Ég er viss um að næsta ár verði enn betra, með fullt af nýjum tækifærum og ég vona innilega að þið haldið áfram að fylgja mér á þessu skemmtilega ferðalagi :)
Takk fyrir mig!

P.S. Til að kick starta nýju afmælisári þá er ég búin að gera nokkrar breytingar á síðunni, eins og þið hafið kannski tekið eftir. Finnst þetta lúkk vera meira clean og stílhreinna. Vil svo benda ykkur á að það er kominn hnappur hérna til hægri sem til getið smellt á til að senda mér beint email. Hann ætti ekki að fara framhjá ykkur, það er þessi litli með umslaginu á ;)

Friday, March 25, 2011

Inspiration

Kem með outfit færslu fljótlega. Lofa.
Eigið góða helgi!

Monday, March 21, 2011

Burberry Brights

Alexa Chung með Burberry Brights tösku.
Vantar tösku í flottum skærum lit. Hafiði séð einhverjar flottar hér á landi?

Sunday, March 20, 2011

Layer Cake

The Layer Cake collar frá Emami (sést á bolnum á efri myndinni).
Wanted!!

Saturday, March 19, 2011

Merkinet

Mér langar að kynna ykkur fyrir rosalega flottri íslenskri hönnun, en það eru mæðgurnar Björg Valgeirsdóttir og Sunna Ósk Guðmundsdóttir sem eru að hanna undir nafninu Merkinet. Í sameiningu eru þær eru að hanna rosalega fallega hringi og hálsmen. Björg hefur verið að sauma og hanna frá því að hún var barn en hjólin fóru að rúlla þegar hún keypti sér sína fyrstu merkivél árið 2000. Hún er leiðandi í sérsaumi og bróderímerkingum fyrir einstaklinga og hópa á Íslandi og má sjá meira af verkum hennar inn á www.merkinet.is . Á þessu ári hófst hún svo handa við að hanna skartgripi með hjálp Sunnu dóttur sinnar. Ég mæli með að þið kynnið ykkur þetta betur, enda er nauðsynlegt að styðja við íslenska hönnun! Þið getið séð fleiri myndir inná facebook síðunni þeirra www.facebook.com/merkinet. Til gamans má geta að þær eru akkurat með kynningartilboð í gangi núna þessa vikuna sem er um að gera að nýta sér. Flott framtak hjá flottum mæðgum!

Æðislega fallegt hálsmen, til í fleiri litum.

Minni gerðin.

Og með fjöðrum. Elska þetta, enda er ég sjúk í allar fjaðrir í augnablikinu!

Hrikalega flottir hringir. Til í fleiri gerðum og litum.

Eigið góða helgi elskurnar!

Friday, March 18, 2011

Vogue Paris april 2011


Vogue Paris, apríl 2011. Fyrsta forsíða Emmanuelle Alt eftir að hún tók við sem ritstjóri. Gisele Bündchen prýðir þessa fallegu forsíðu í Dolce and Gabbana kjól, en myndina tóku Inez van Lamsweerde og Vinoodh Matatin. Hvað finnst ykkur, lofar þetta góðu?

Chanel


Elska metallic litina notaðir voru í haustlínunni hjá Chanel. Langar í þetta naglalakk og augnskuggana! Ég er alltaf svo skotin í metallic litum, sama hvaða árstíð er.

P.S. Þið afsakið blogg leysið á þessum bæ. Ég er bara búin að vera sárlasin og er enn, svo ég er bara að einbeita mér að því að ná mér. Svo bear with me elsku lesendur, lofa að koma sterk til baka fljótlega!

Wednesday, March 16, 2011

Rawr

Gina Tricot

Er með æði fyrir tiger stuttbuxum í augnablikinu. Finnst eitthvað fáránlega töff við þær. Hef bara séð þær hérna heima í Sautján en þá var mín stærð búin. Típíst. Þessar kosta bara litlar 249dkk. Maður verður nú varla gjaldþrota af því? 

Tuesday, March 15, 2011

Saturday, March 12, 2011

12.03.11

StockholmStreetStyle

Streetstyle overload. Er búin að vera lélegur bloggari síðustu daga. Búið að vera kreisí að gera og hef ekki verið mikið við tölvuna. Þið afsakið!
Njótið helgarinnar elskurnar!