Monday, December 20, 2010

Útskrift!


Kjóll & Jakki - Warehouse / Sokkabuxur - Accessorize / Skór - Focus
 Hamingjusamar stúdínur!
 Ég og besta mín
 Tvær útskriftargjafir.. Skartgripatré og bók um tísku! Æðislegar gjafir!
Myndin mín í árgangabókinni okkar.. haha ég hló!

Loksins loksins! Eftir mikið erfiði og miklar efasemdir á tímum, er ég loksins orðin stúdent! Dagurinn var æði í alla staði.. Athöfnin gekk rosalega vel og svo eyddi ég deginum í faðmi fjölskyldu og vina. Fékk frábærar gjafir og fullt fullt af kossum, knúsum og hamingjuóskum (m.a. frá fullt af ókunnugu fólki niðrí bæ! haha).
S.s. alveg yndislegur dagur! Nú tekur bara við jólaösin í vinnunni ásamt því að klára jólagjafirnar og jólahreingerninguna. Bara 4 dagar í þetta krakkar!

No comments:

Post a Comment