Monday, July 25, 2011

Balmain Resort 2012

Aldrei hefur Balmain komið með línu sem hefur valdið mér vonbrigðum, enda mitt uppáhalds merki. Engin breyting varð þar á þegar Oliver Rousteing kynnti Resort línu Balmain fyrir 2012. Eitt er á hreinu að hann gefur Christophe Decarnin ekkert eftir þegar kemur að hönnun. Rousteing vann náið með Decarnin í tvö ár enda er línan mjög í anda þeirrar rokk og ról stefnu sem forveri hans var þekktur fyrir. Ég á erfitt með að velja úr myndir til að pósta hér þar sem öll lúkkin eru í uppáhaldi, en hérna eru allavega nokkur sem mér finnst standa hvað mest uppúr. Algjört augnakonfekt!No comments:

Post a Comment