Wednesday, July 27, 2011

Þjóðhátíð!

Farin á þjóðhátíð! Kem aftur á mánudaginn svo það verður lítið um blogg þangað til.
Vona að ég sjái sem flest að ykkur í brekkunni ;)
Eigið yndislega helgi krakkar!




Tuesday, July 26, 2011

Rockabilly loving

Old news, en ég fæ bara ekki nóg af haust- og vetrarlínu Topshop í ár. Svo endalaust fallegar flíkur og mér hreinlega langar í allt. Topshop er meðetta!

Doppur voru áberandi hjá tískuhúsunum í ár á haust/vetrar sýningunum og er þessi toppur frá Topshop mjög í anda Stella McCartney.

Þrái þennan hatt! 

Bjútifúl úr thrift línunni.

Þarf að eignast þessi lúkk. Eins og þau leggja sig. Takk!

Thoughts?



Monday, July 25, 2011

Balmain Resort 2012

Aldrei hefur Balmain komið með línu sem hefur valdið mér vonbrigðum, enda mitt uppáhalds merki. Engin breyting varð þar á þegar Oliver Rousteing kynnti Resort línu Balmain fyrir 2012. Eitt er á hreinu að hann gefur Christophe Decarnin ekkert eftir þegar kemur að hönnun. Rousteing vann náið með Decarnin í tvö ár enda er línan mjög í anda þeirrar rokk og ról stefnu sem forveri hans var þekktur fyrir. Ég á erfitt með að velja úr myndir til að pósta hér þar sem öll lúkkin eru í uppáhaldi, en hérna eru allavega nokkur sem mér finnst standa hvað mest uppúr. Algjört augnakonfekt!



Follow

Follow Style Party




 Eigið góðan dag!


Sunday, July 24, 2011

Last night


Blazer & skór - Vila / Bolur - H&M / Buxur - Vero Moda

Átti æðislegt gærkvöld með Maríunni minni. Byrjuðum á smá sötri sem endaði á all in djammi!
Skemmtilegust svona óplönuð djömm.
Skreið heim undir morgun og ég held að deginum í dag verði eytt upp í rúmi að reyna a skríða saman á ný haha
Vona að allir hafi átt frábæra helgi!

P.S. Væri gaman að fá fleiri comment hérna! Svo gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með manni :)
Koma svo krakkar!


Saturday, July 23, 2011

It's all about the details

Jakki & maxi kjóll - Vila / Bolur - Topshop / Belti & skart - Accessorize / Skór - JC Lita

Outfit dagsins.
Eyddi deginum í smá stílista verkefnum. Ótrúlega gaman! Fór svo á Saffran með fallegum píum og núna er það bjór með góðu fólki í kvöld. Ekki slæmt það!
Gangið hægt um gleðinnar dyr í kvöld krakkar mínir :)



Furry

Peysujakki (eða hvað sem þetta kallast..) - Fatamarkaður Spúútnik

Nýja uppáhalds flíkin mín! Hún er svo yndislega blá og loðin.. og hlý! Love it.
Átti yndislegt kvöld með bestu La Senza stelpunum mínum í dinner á Vegó. Ákvað samt að vera stillt og sleppa djamminu í kvöld. Spara sig fyrir þjóðhátíð krakkar!
Eigið frábæra helgi elskurnar!



Thursday, July 21, 2011

I take my hat off to you

Kjóll - Topshop / Skyrta - Sautján / Hattur - Accessorize

Outfit dagsins. Bara svona basic og þægilegt fyrir vinnuna. Skellti mér svo aðeins niðrí bæ eftir vinnu í Fatamarkað Spúútnik. Fæ ekki nóg af því að hrósa þessari búð! Fyrir utan það að þetta er náttúrulega bara ein stór fjársjóðskista, þá er allt svo ódýrt, fallega uppsett og umhverfið svo heillandi. Alltaf góð tónlist i spilun og starfsfólkið til fyrirmyndar, opið og hresst og ég enda alltaf á spjallinu við það! Ég vel þessa búð hiklaust fram yfir aðrar af sama toga þegar ég er að leita mér að second hand fötum.
Heyr heyr!




Wednesday, July 20, 2011

Karl Lagerfeld for Macy's


Í águst tímariti bandaríska Vogue fáum við að sjá fyrstu flíkina úr nýju línu Karl Lagerfelds fyrir Macy's verslunarkeðjuna. Lagerfeld segir að línan sé innblásin af hinum kvennlegu, rómantísku straumum áttunda áratugarins. Hún mun koma í búðir í Bandarikjunum og á netinu í lok ágúst. Pesónulega er ég ekki spennt fyrir þessari línu, allavega ekki miðað við það sem við höfum fengið af sjá af henni. Mér finnst þessi kjóll frekar leiðinlegur og sniðið er ekki heillandi, of ömmulegur að mínu mati. En línan er auðvitað meira stimpluð inná Bandaríkja markað og því með aðra áhersluþætti.
Hvað finnst ykkur?


Tuesday, July 19, 2011

Secrets

 Blazer - Vila / Skyrta - Kolaportið / Sokkabuxur - Sautján / Skór - JC Lita

Outfit dagsins. Fór á mjög skemmtilegan fund í dag, varðandi rosalega spennandi verkefni sem ég er að fara að vera partur af. Þetta verkefni er enn voða hush hush svo ég get því miður ekki sagt ykkur meira frá því eins og stendur, en ég get sagt ykkur að þið eruð að fara að sjá mikið meira af mér á komandi mánuðum ;)
Er svo spennt!



Saturday, July 16, 2011

Back in the game

C'est la mode, myndaþáttur stíliseraður af Caroline Blomst.

Það er öllum hollt að taka sér smá frí, en öllu má nú ofgera! Er bara búin að vera að eyða tímanum með kæró, fjölskyldu og vinum, vinna og njóta sumarsins. En núna finn ég að það er kominn tími til að fara að pósta hérna aftur og mér hlakkar til að byrja aftur af krafti! Framundan eru skemmtilegir tímar og það eru miklar breytingar í vændum hjá mér. Er að fara að flytja á Akureyri eftir mánuð og hefja nám við HA. Verður gaman að breyta til, fá nýtt umhverfi og kynnast nýju fólki. Einnig verður áhugavert að velta fyrir sér tískunni á norðurlandinu.. aldrei að vita nema að ég birti einhverjar street style myndir frá AK ;)
Annars eru vonandi nokkur skemmtileg, tískutengd verkefni framundan.. Kemur allt í ljós í næstu viku og ég læt ykkur vita meira um leið og ég má segja frá!
Ég vil líka nota tækifærið og þakka þeim sem koma ennþá hingað inn. Heimsóknarfjöldinn hefur ekkert minnkað þrátt fyrir bloggleysið sem mér finnst magnað. Svo takk fyrir að nenna ennþá að stoppa við hérna krakkar!