Friday, April 1, 2011

RFF is here!

 Vesti - Álnavörubúðin / Jakki - Warehouse / Buxur - Vero Moda / Skór - JC Lita / Varalitur - Bodyshop #59

Átti eftir að pósta þessum myndum. Var í þessu þegar ég fór á fund með ritstjórn bleikt.is á miðvikudaginn. Við fórum í gær á private blaðamanna reception á Hótel Borg í tilefni RFF, en bleikt.is var eini íslenski fjölmiðillinn á staðnum sem var mikill heiður. Verð að viðurkenna að ég var semí star struck þegar inn löbbuðu Susie Lau frá Style Bubble, Yvan Rodic og fleiri þekktir. Spjallaði heillengi við Susie og tók einnig viðtal við hana fyrir bleikt.is. Hún er algjört æði og rosalega gaman að spjalla við hana. Spjallaði einnig við Jules Kim, æðislegan skartgripa hönnuð sem hannar undir nafninu Bijules. Geðveik hönnun sem að ég mæli með að þið kynnið ykkur.
Annars sit ég bara núna hérna á Laundromat café og undirbý mig fyrir kvöldið. Get ekki beðið eftir að sjá sýningar kvöldsins og vonast til að hitta eitthvað af ykkur kæru lesendur og aðra bloggara!
Sjáumst í Hafnarhúsinu!


1 comment: