Leðurjakki & Skyrta - Fatamarkaður Spúútnik / Buxur - Vero Moda / Skór - JC Lita / Skart - Accessorize
Outfittið sem ég var í á föstudagskvöldið á RFF. Ég gerði ótrúlega góð kaup á Fatamarkaði Spúútnik, þessi búð er algjör gullnáma! Keypti einnig skyrtu þar ásamt samfesting sem ég var í í gærkvöldi. Set inn myndir af því á morgun. En ég gæti nánast grátið að þessi helgi sé búin, hún er búin að vera algjör draumur frá byrjun til enda! Er búin að fá að kynnast ótrúlegu fólki og mynda sambönd sem munu án efa nýtast mér í framtíðinni.
Susie Lau (Style Bubble), ég, Ingó og Jules Kim (Bijules). Mynd - Bragi Kort
Ég endaði svo þessa geðveiku helgi á að kíkja á Laundromat í kaffi með Maríu minni þar sem ég rakst á Jules Kim. Hún er algjört æði, svo down to earth og yndisleg. Mæli enn og aftur með hönnuninni hennar!
Svo kíktum við í afrískaböku á Saffran og enduðum feitar á Vesturbæjarís (það má þegar veðrið er svona gott!).
Nú tekur bara ný vinnuvika við ásamt nýjum og spennandi verkefnum. Lífið er ljúft krakkar!
Ég endaði svo þessa geðveiku helgi á að kíkja á Laundromat í kaffi með Maríu minni þar sem ég rakst á Jules Kim. Hún er algjört æði, svo down to earth og yndisleg. Mæli enn og aftur með hönnuninni hennar!
Svo kíktum við í afrískaböku á Saffran og enduðum feitar á Vesturbæjarís (það má þegar veðrið er svona gott!).
Nú tekur bara ný vinnuvika við ásamt nýjum og spennandi verkefnum. Lífið er ljúft krakkar!
♥
töff outfit!! er að fíla eyrnalokkana mjög mikið. lita eru líka geeeeðveikir ;)
ReplyDelete-hildur
Elska litinn í skyrtunni! Þú lítur mjög vel út stúlka - töff outfit ! ..og myndin af Susie Lau ekki verri! Jijj, gaman að hafa hitt hana! Greinilega margt skemmtilegt að ske hjá þér ;)
ReplyDelete