Monday, July 9, 2012

E.L.F. - Litagleði!


Um daginn sendi Eyes Lips Face mér þessa flottu augnskuggapallettu í litnum Cool. Í henni eru 32 augnskuggar, bæði flottir dökkir tónar og líka léttari og sumarlegri litir. Möguleikarnir eru endalausir með þessari palletu, allt frá léttri dagförðun, smokey förðun eða all in litagleði!

Pallettan kemur í ofboðslega fallegri pakkningu svo hún er tilvalin í gjafir. Boxið utan um pallettuna er handhægt, þægilegt og stílhreint og er akkurat hæfilega stórt svo það er lítið mál að kippa því með sér í töskuna! 

Ég prófaði mig áfram með svona létta dagförðun í dag. Notaði brúna, beige og bleika tóna. Litirnir þekja vel og haldast líka vel á. Ég spreyjaði svo Make up mist and set frá ELF yfir andlitið og augnförðunin er búin að haldast óbreytt í allan dag. Ég notaði líka blautan eyeliner og mineral infused maskara, bæði frá ELF. 

Þið getið pantað ykkur þessa pallettu HÉR en hún kostar aðeins litlar 2190!
Takk fyrir mig Eyes Lips Face.


No comments:

Post a Comment