Wednesday, October 3, 2012

Army style

Jakki - Imperial / Buxur, Bolur&Trefill - Gina Tricot

Brrr hvað það er kalt í dag! Þessi kósý hringtrefill (sem er með hettu líka!) frá Ginu er búinn að bjarga mér í kuldanum síðustu vikurnar.
Ég fattaði það ekki fyrr en ég byrjaði að skrifa þessa færslu að ég er soldið eins og gangandi auglýsing fyrir Ginu Tricot í dag. Ég missti mig soldið út í Köben og það voru þó nokkrar flíkurnar sem fengu að fylgja mér heim úr Ginu. Fannst mikið meira spennandi þar heldur en í H&M. Þessi hermannabolur er akkurat í miklu uppáhaldi þessa dagana en mig er lengi búið að langa í eitthvað í slíku munstri. Buxurnar eru svo ótrúlega þægilegar, mitt á milli þess að vera buxur og leggings. Þær eru með rennilásum neðst á skálmunum, eins og sést glitta í á myndinni, sem mér finnst gera helling fyrir þær.

Eigið góðan dag elskurnar!

Instagram @ sarahilmars

No comments:

Post a Comment