Outfit dagsins!
Blazer - Dorothy Perkins
Bolur/T-shirt - Vero Moda
Leggings - Primark
Alexander McQueen style scarf - Spúútnik
Taska/Bag - Vintage Louis Vuitton Alma bag
Hálsmen/Necklaces - Topshop & DIY
Hringar/Rings - Vintage & Topshop
Armbönd/Bracelets - Gallerí Sautján
Skór/shoes - Sömu og í gær/same as yesterday
Þá er vinnan að baki í dag og spurning hvað kvöldið ber í skaut með sér! Langar dáldið í afmæli í bænum en svo heillar líka rosalega að fara á Sálar ball! En hvað sem ég geri þá mun ég allavega gera það í nýju fallegu skónnum mínum. Það getur verið hættulegt að geta skrifað á sig í vinnunni..úff! En þessar elskur eru alveg þess virði. Ég set inn myndir á mrg.
Ætla að skjótast í Zara á mrg, hef augastað á pilsi sem ég hreinlega verð að eignast! Spurning svo að rölta aðeins niður laugarveginn, kíkja í Eymundsson og fletta tískublöðum yfir kaffi. Maður hatar það ekki!
En næst á dagskrá hjá mér er að opna hvítvínið og koma sér í djammskapið.
Eigði gott kvöld elskurnar!
<3
Sara
hvar ertu að vinna ?
ReplyDeleteEr núna að vinna í Álnavörubúðinni í Hveragerði, ný hætt í La Senza :)
ReplyDelete