Kjóll - Vila / Skór - Focus / Armband & eyrnalokkar - Accessorize
Áramótadressið er fullkomnað! Glimmer og pallíettur, það gerist ekki áramótalegra.
Áramótin verða reyndar með aðeins öðruvísi sniði hjá mér þetta árið. Verð ekki með famelíunni fyrir sunnan en fæ í staðinn að fagna nýja árinu með nýjum og góðum vinum hérna á Akureyri. Það verður skrítið, en ég held að það verði gaman. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt, er það ekki?
Þetta ár er búið að vera mitt uppáhalds hingað til. Ég er búin að ögra sjálfri mér til að prófa nýja hluti, sjá hvað ég kemst langt og það hefur gert mig sterkari fyrir vikið. Ég flutti hinu megin á landið, byrjaði í háskóla, kynntist svo endalaust mikið af yndislegu fólki og fékk líka að knúsa og hlæja með fjölskyldunni og gömlu vinunum sem er ómetanlegt.
Vil þakka ykkur öllum sem hafið fylgt mér hérna í gegnum bloggið í ár.
Gleðilegt nýtt ár og megi það verða ykkar besta!
Vil þakka ykkur öllum sem hafið fylgt mér hérna í gegnum bloggið í ár.
Gleðilegt nýtt ár og megi það verða ykkar besta!
SH
P.S. Var að bæta við Like takka við færslurnar, svo like away elskurnar!
P.S. Var að bæta við Like takka við færslurnar, svo like away elskurnar!