Monday, April 9, 2012

Style Party kynnir: Shop Couture & E.L.F.

Eins og ég greindi frá á facebook síðunni minni í gær að þá er ég að hefja samstarf við tvær flottustu netverslanir landsins. Þessar verslanir eru Shop Couture og Eyes lips face. Shop Couture er flott fatabúð með allt það nýjasta í tískunni og Eyes lips face býður upp á vandaðar snyrtivörur á besta verði sem finnst á Íslandi í dag. Ég er að sjálfsögðu gífurlega spennt yfir þessu samstarfi og vona að þið séuð það líka! Ég birti hér fyrstu færsluna og ætla hér að kynna fyrir ykkur tvær frábærar vörur frá E.L.F.

Að mínu mati er flott make up einn besti fylgihluturinn sem þú getur skartað. Það er ótrúlegt hvað flottur varalitur eða skemmtileg augnmálning getur gjörbreytt outfittum og gert þau flottari. En eins og svosem allt annað hér á landi í dag eru snyrtivörur yfirleitt mjög dýrar. Áður en ég kynntist E.L.F. vörunum (eyes lips face) að þá týmdi ég varla að kaupa mér nýjar snyrtivörur. Maður splæsti í maskara og púður, þessa mest basic hluti sem maður kemst ekki af án, en ég týmdi aldrei að kaupa mér flotta varaliti eða augnskugga því það var bara of dýrt. Og ef ég keypti eitthvað sem var tiltörulega ódýrt að þá var yfirleitt frekar lítil gæði í þeim vörum og þær fóru illa í húðina á mér. Ef þú hefur ekki heyrt um E.L.F vörurnar þá skaltu skella þér beint inná heimasíðuna þeirra  www.eyeslipsface.is núna. Snyrtivörurnar frá þeim eru hrein snilld og á verði sem þekkist varla hér á landi í dag. Og það besta við þetta er að þrátt fyrir að vera á svona góðu verði, að þá eru gæðin sko alls ekki minni. 

Ég var náttúrulega mjög spennt yfir því að finna þessar vörur og pantaði mér Translucent Matifying Powder og Sólarpúðrið/Bronzerinn, bæði úr Studio línunni. Ég er með frekar viðkvæma og leiðinlega húð og á það til að fá bólur ef ég nota ekki góðar snyrtivörur. Ég var því spennt að sjá hvernig E.L.F. vörurnar myndu virka á húðina á mér og ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum. Ég er búin að vera að nota þessar vörur í um tvær vikur núna og húðin er slétt og fín og laus við allar bólur. Ég ákvað að prófa translucent matifying púðrið því ég á það til að byrja að glansa á T-svæðinu þegar líður á daginn. Það fylgir lítill púði með sem er mjög mjúkur og góður og þægilegur til að bera púðrið á andlitið. Púðrið hylur vel og tekur strax burt allan glans og andlitið helst matt í þónokkurn tíma eftir á, sem mér finnst mikill plús því þá þarf maður ekki að vera að bera á sig oft á dag. 

Ég pantaði sólarpúðrið/bronserinn í litnum Warm og liturinn var alveg eins og honum var líst, sem ég var mjög sátt við þar sem það getur verið erfitt að panta snyrtivörur í gegnum netið án þess að prófa litina fyrst. Sólarpúðrið samanstendur af 4 litum, 1 bleikum, 2 brúnum og 1 brúnum með shimmer. Ég kýs að nota þetta aðeins fínna og finnst æði að nota það fyrir djammið. Ég byrja á brúnu tónunum og nota svo þann bleika og brúna shimmer við kinnbeinin. Þá er alveg eins og maður hafi verið úti að sleikja sólina! 


Báðar vörur fá toppeinkunn frá mér og enn og aftur skemmir verðið ekki fyrir, en stykkið er á litlar 1090kr. Meira að segja fátækir námsmenn eins og ég hafa efni á því! ;)

P.S. Gjafaleikurinn er enn í fullum gangi!


No comments:

Post a Comment