Sunday, April 15, 2012

Í snyrtitöskunni minni..

Um daginn bað ég ykkur um að koma með hugmyndir af færslum sem þið vilduð sjá frá mér. Einn lesandi vildi sjá færslu um uppáhalds snyrtivörurnar mínar og mér fannst það frábær hugmynd. Svo mig langar að segja ykkur smá frá þeim snyrtivörum sem ég nota dags daglega og þeim sem ég held uppá. 

Ég nota liquid foundation frá Make Up Store sem er að mínu mati besti farði sem þú færð. Hann er ofboðslega léttur en þekur vel sem mér finnst vera algjört möst. Ég átti alltaf í miklum vandræðum með húðina á mér en hún alveg snarbatnaði eftir að ég byrjaði að nota þetta. Algjör snilld!

Ég nota bæði sólarpúðrin frá The Body Shop og frá E.L.F. Ég nota það fyrra meira hversdags en þetta frá E.L.F. þegar ég er að mála mig aðeins fínna því það er meira shimmer í því.

Í augnblikunu nota ég kinnalit frá The Body Shop. Hann er ljósbleikur og gefur frísklegt og svona 'útitekið' look sem ég elska.

Uppáhalds maskarinn minn er The Falsies frá Maybelline. Hann gefur extra extra löng augnhár og molnar ekki. Ef þú vilt löng augnhár án þess að nota gerviaugnhár, þá er þessi málið!

Svo nota ég nú bara einhvern random, ódýran, svartan eyeliner blýant. Þarf þó að eignast blauta eyelinerinn frá E.L.F. því hann er æðislegur!
Þetta er annars það sem ég nota bara svona dags daglega. Ef ég er að fara eitthvað fínna þá skelli ég yfirleitt á mig smá augnskugga og/eða varalit. Ef ég er með smokey augnförðun að þá annað hvort sleppi ég að vera með varalit eða nota fölbleikan lit á varirnar. Annars elska ég skæra og áberandi varaliti og þá nota ég aðeins svartan eyeliner og maskara á augun til að leyfa vörunum að njóta sín. Ég mæli með varalitum á borð við Morange og Saint Germain frá Mac, 59 Neon Pink frá The Body Shop og Sociable frá E.L.F.

Vona að þið hafið haft gaman af þessu. Ég geri svo kannski aðra færslu með uppáhalds húðvörunum mínar ef áhugi er fyrir því. Látið mig annars endilega vita ef það er eitthvað sem þið viljið að ég taki fyrir eða geri meira af hérna á blogginu. Allar ábendingar eru vel þegnar! :)

2 comments:

  1. Hæ, var að byrja að skoða þetta blogg, og finnst það algjört æði :D
    En ef ég má vera smá forvitin, hvar fékkstu farðann úr make up store? Keyptiru hann á netinu eða hérna?

    ReplyDelete
  2. Takk kærlega fyrir það :)
    En ég fékk hann bara í Make Up Store í Smáralind, minnir að hann kosti um 5000kr. Hann endist samt mjög vel því maður þarf ekki mikið af honum þar sem hann dreifist svo vel. Ein svona flaska dugir mér alveg í 3-4 mánuði.

    ReplyDelete