C'est la mode, myndaþáttur stíliseraður af Caroline Blomst.
Það er öllum hollt að taka sér smá frí, en öllu má nú ofgera! Er bara búin að vera að eyða tímanum með kæró, fjölskyldu og vinum, vinna og njóta sumarsins. En núna finn ég að það er kominn tími til að fara að pósta hérna aftur og mér hlakkar til að byrja aftur af krafti! Framundan eru skemmtilegir tímar og það eru miklar breytingar í vændum hjá mér. Er að fara að flytja á Akureyri eftir mánuð og hefja nám við HA. Verður gaman að breyta til, fá nýtt umhverfi og kynnast nýju fólki. Einnig verður áhugavert að velta fyrir sér tískunni á norðurlandinu.. aldrei að vita nema að ég birti einhverjar street style myndir frá AK ;)
Annars eru vonandi nokkur skemmtileg, tískutengd verkefni framundan.. Kemur allt í ljós í næstu viku og ég læt ykkur vita meira um leið og ég má segja frá!
Ég vil líka nota tækifærið og þakka þeim sem koma ennþá hingað inn. Heimsóknarfjöldinn hefur ekkert minnkað þrátt fyrir bloggleysið sem mér finnst magnað. Svo takk fyrir að nenna ennþá að stoppa við hérna krakkar!
Annars eru vonandi nokkur skemmtileg, tískutengd verkefni framundan.. Kemur allt í ljós í næstu viku og ég læt ykkur vita meira um leið og ég má segja frá!
Ég vil líka nota tækifærið og þakka þeim sem koma ennþá hingað inn. Heimsóknarfjöldinn hefur ekkert minnkað þrátt fyrir bloggleysið sem mér finnst magnað. Svo takk fyrir að nenna ennþá að stoppa við hérna krakkar!
♥
Ohh hvað ég er ánægð að þú sért komin aftur! Og Akureyri er yndisleg, heimabærinn minn og að mínu mati fallegasti bær í heimi :) haha. Hvað ertu að fara að læra annars?
ReplyDeleteSo inspirational! Loving the bold colors and fringe poncho!
ReplyDeletehttp://thefashionlatte.blogspot.com
Takk fyrir það :)
ReplyDeleteEr að fara að læra fjölmiðlafræði, er rosa spennt fyrir því!
Hlakka til að fara lesa bloggin þín aftur :)
ReplyDeleteBúin að vera sjálf hálf löt, held að sumarið hafi þessi áhrif.
Elska þessar myndir!