Eins og ég sagði ykkur frá í gær þá fékk ég æðislega sendingu frá Shop Couture og ELF sem m.a. innihélt fullt af snyrtivörum. Ég var svo spennt að prófa svo ég fór strax í það í dag og mig langar að sýna ykkur afraksturinn. Ég mála mig aldrei mikið svona dags daglega, en þessar vörur sem ég fékk sendar frá ELF eru æðislegar í svona hversdags lúkk, þó auðvitað virka þær líka í fínna make up.
All over cover stick - 400kr / Púður - 1190kr / Mineral Infused Maskari - 990kr / Make Up Mist & Set - 1090kr
Ég valdi púðrið í litnum Buff og hann passar fullkomlega við húðina mína. Púðrið er mjög létt og fullkomið til að setja yfir meik. Það er líka hæfilega þekjandi. Hlakka til að nota þetta meira!
Ég var soldið hrædd fyrst þegar ég sá litinn á þessum hyljara en hann er alls ekki jafn gulur og hann lítur út fyrir að vera. Ég notaði hann undir augun og til að fela bólur og hann virkaði mjög vel í bæði, þekjandi og hylur frábærlega. Hann er soldið þykkur svo það þarf að blanda honum vel á húðina, annars er soldið mikið augljóst að þú sér með hyljara á þér sem er ekki fallegt. Svo passa það! Þessi fær topp einkunn frá mér þar sem það er líka mjög góð lykt af honum.
Ég eiginlega bjóst ekki við miklu af þessum maskara þar sem hann er svo ódýr og ég var fyrir löngu búin að sverja eið við minn heitt elskaða Falsies frá Maybelline. En enn og aftur kemur ELF mér á óvart. Ég ELSKA þennan maskara! Burstinn er rosalega þægilegur og það er mjög gott að beita honum. Ég setti nokkur lög af honum á augnhárin og þau urðu bara lengri án þess að klessast. Ég er núna búin að vera með hann á mér í allan dag og hann hefur ekki haggast, helst alveg eins og molnar ekkert. Ást við fyrstu sín!
Ég notaði líka blauta eyelinerinn frá ELF, ásamt sólarpúðri (í litnum Warm) og kinnalit (í litnum Flushed).
Síðast en ekki síst þá spreyjaði ég yfir andlitið Make Up Mist & Set þegar ég var búin að mála mig. Þetta sprey sér til þess að málningin helst á sínum stað mikið lengur, svo að þú þarft sjaldnar að laga þig. Og eftir að hafa prófað þetta í fyrsta skipti núna þá er ég ekki frá því að þetta bara virki! Ég hef allavega ekki ennþá þurft að laga mig frá því að ég málaði mig á morgun. Væri gaman að sjá hvernig þetta virkar á djamminu.
Takk fyrir mig ELF!
No comments:
Post a Comment