Tuesday, June 26, 2012

Yellow Nails


Pantaði mér þessi fínu naglalökk frá H&M á Ebay fyrir nokkrum dögum og ég fann þau í póstkassanum í dag (enginn tollur, win!). Ég elska þessa nammi liti og stóðst ekki mátið að prófa að skella einum á mig strax. Mig er búið að langa frekar lengi í gult naglalakk svo að ég ákvað að prufa gula litinn núna. Það þekur ágætlega vel, ég þurfti samt að gera tvær umferðir en það þornar mjög hratt.
Er ótrúlega sátt með þessa sumarlegu liti og hlakka til að prófa þá alla!

P.S. Minni á gjafaleikinn á facebook!

Floral fun

Jakki - Zara / Kjóll - Shop Couture 

Loksins er ég laus við veikindaljótuna sem er búin að hrjá mig síðustu daga og get sýnt ykkur þennan gullfallega kjól sem ég fékk sendan frá Shop Couture. 
Ég elska sniðið, hi lo kjólar eru í svo miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana, og munstrið er svo fallegt og sumarlegt. Efnið er líka mjög létt og mjúkt sem gerir hann extra þægilegan.
Ekta sumarkjóll til að spóka sig í á Austurvellinum eða í garðpartý í kvöldsólinni. 

Þið getið nælt ykkur í þennan fallega kjól HÉR en hann kostar aðeins 8990kr.

Takk fyrir mig Shop Couture!

P.S. Minni á gjafaleikinn á facebook!

Monday, June 25, 2012

Giveaway!


Mig langar svo að þakka ykkur, elsku lesendur, fyrir þau frábæru viðbrögð sem ég hef fengið við blogginu og þeim verkefnum sem ég hef unnið að undanfarið. Þessvegna ætla ég að skella í einn gjafaleik og gefa einum heppnum lesanda þessar sjúklega flottu leggings! Það þarf ekkert að like'a eða deila (frekar en þið viljið!), eina sem þarf að gera er að fara inná Facebook síðu Style Party og skrifa við myndina af hverju ÞÚ ættir að vinna. Mjög einfalt ekki satt?
Vinningshafinn verður valinn næsta sunnudagskvöld.

Takk fyrir mig!


Thursday, June 21, 2012

Verslunarferð gærdagsins


Smá update. Ætlaði að koma með outfit færslu með kjólnum sem ég fékk frá Shop Couture en ég náði að krækja í eitt stykki flensu svo að veikindaljótan er mætt. Svo ég held að það verði að fá að bíða smá. Ég get samt ekki beðið eftir að sýna ykkur þennan kjól, hann er klárlega nýja uppáhalds sumarflíkin mín!

Annars kíkti ég í smá verslunarleiðangur í gær, það er svo gott fyrir sálina. Byrgði mig upp af basic flíkum sem mig sárvantaði. Aldrei að vita nema að ég sýni ykkur eitthvað af því sem leynist í þessum pokum! Ég mæli með því að þið kíkið í Galleri 17, það er 2 fyrir 1 tilboð á þægilegustu Moss bolum í heimi. Ég greip tvo liti með mér í gær, hata það sko ekki!

En ég ætla að skríða aftur undir sæng, halda áfram að horfa á nokkra góða þætti og reyna að kafna ekki úr kvefi. Það ætti náttúrulega að banna flensur á þessum árstíma..

P.S. Fylgið mér á Instagram @sarahilmars :)

Wednesday, June 20, 2012

Starstruck - Fake Tattoos!


Það er soldið síðan að ég fékk send tattúin frá Fake Tattoos.se en ég hef bara ekki komist í það að fjalla um þau fyrr en núna. Fake Tattoos er sænskt fyrirtæki sem er eitt stærsta fyrirtækið á markaðnum í dag með gervi tísku tattú. Eins og margir muna eftir þá byrjaði Chanel á þessu tattú æði sem hefur nú breiðst út um allan heim og fyrirtæki keppast um að búa til flott gervi tattú. 

Mig langaði að prófa þetta því mig hefur alltaf langað að fá mér tattú en ég hef ekki enn þorað að taka af skarið. Þetta er því fullkomin lausn til að fá svona ca tilfinninguna fyrir því hvernig það er að vera með tattú og hvort að ég fýli það í alvöru.


Fake Tattoos sendi mér þessar tvær arkir af tattúum til að prófa. Ég er ekki enn búin að nota þessa seinni en mun örugglega sýna ykkur það þegar þar að kemur, en þessi setning þýðir "I am my own work of art' sem mér finnst mjög fallegt. Fyrri örkin var kannski ekki alveg það sem ég hafði valið mér sjálf hefði ég fengið að gera það, en í staðinn klippti ég bara út nokkrar af stjörnunum og raðaði þeim upp eins og mér fannst flott. 


Þetta er svo bara sett á eins og tyggjótattúin sem maður notaði hérna í gamladaga. Það er glær filma yfir pappírnum sem maður tekur af, þrýstir svo pappírnum niður á þeim stað sem þú vilt hafa tattúið og notar svo blautan klút til að bleyta pappírinn. Maður þarf að passa það að bleyta pappírinn alveg í gegn og þau mæla með því að halda við með klútnum í amk 30sek. Svo er bara að taka pappírinn gætilega af og voila! Þú ert komin með tattú. 

Það kom mér á óvart hversu eðlilegt þetta kemur út. Ég var soldið hrædd um að þetta myndi kannski lúkka frekar fake en það gerir það bara alls ekki. Tattúin eiga að endast í 3-5 daga eða alveg uppí 14 daga, en það fer eftir því hvar þú setur þau og hversu varlega þú ferð með þau. Ef þú ert svo komin með leið á tattúinu þá er nóg að nudda smá olíu eða body lotion á það og þá á það að nást af. 

Ég er búin að fá alveg rosalega mikið af fyrirspurnum út á þessi tattú og ég vona að þessi færsla svari flestum ykkar spurningum. Fyrir ykkur sem voruð að spá með tollinn, að þá borgaði ég ekki toll af þessu þar sem þetta var gjöf. Ég fékk þetta bara í umslagi í póstkassann svo ég get ekki lofað ykkur því hvort að þið eigið eftir að þurfa að borga toll eða ekki. En þar sem að bréfið er svo létt að þá held ég að tollurinn myndi aldrei verða það hár, ef að þetta skyldi lenda í tollinum þ.e.a.s. 

Ég vil þakka Fake Tattoos kærlega fyrir mig. Og ég mæli klárlega með þessu fyrir alla þá sem eru í tattú hugleiðingum!


Tuesday, June 19, 2012

Tattoo time!


Smá sneak peek úr færslu morgundagsins!
Loksinsloksins get ég sýnt ykkur tattúin frá Fake Tattoos.se
Stay tuned!

Zara silver jacket


Craving dagsins er klárlega þessi silfur jakki frá Zöru. 
Svo edgy og kúl en á sama tíma kvennlegur.. love it! Og svo finnst mér hann líka vera á mjög sanngjörnu verði, aðeins 13.995. Held að ferð í Zöru sé klárlega málið!

P.S. Takk fyrir frábæru viðbrögðin við Pjattrófu viðtalinu. Þið eruð æði!


Valentino pre spring/summer 2013


Eitt orð: VÁ!

Ég er alveg ástfangin af þessari línu frá Valentino. Elska hvað það er mikið í gangi, mismunandi efni, munstur og útlit en þetta virkar allt svo vel saman og myndar fallega heild.
Gaman að sjá að peplum topparnir munu koma til með að halda áfram næsta vor, ég er svo hrifin af þessu sniði þó að ég efast um að ég gæti púllað það sjálf.
Ég þori líka að veðja að við eigum eftir að sjá þessa blóma kjóla á rauða dreglinum fljótlega, þeir eru to die for og myndu klárlega sæma sér vel á einhverri Hollywood stjörnunni!

Mig langar svo að benda ykkur á að tjékka á síðunni hjá Pjattrófunum. Þar getiði fundið ítarlegt viðtal við mig sem hún Rannveig Pjattrófa tók. Þið getið lesið það HÉR. Takk fyrir mig Pjattrófur og fyrir frábæra síðu!

Saturday, June 16, 2012

Nýtt í snyrtibuddunni

Eins og ég sagði ykkur frá í gær þá fékk ég æðislega sendingu frá Shop Couture og ELF sem m.a. innihélt fullt af snyrtivörum. Ég var svo spennt að prófa svo ég fór strax í það í dag og mig langar að sýna ykkur afraksturinn. Ég mála mig aldrei mikið svona dags daglega, en þessar vörur sem ég fékk sendar frá ELF eru æðislegar í svona hversdags lúkk, þó auðvitað virka þær líka í fínna make up.


Ég valdi púðrið í litnum Buff og hann passar fullkomlega við húðina mína. Púðrið er mjög létt og fullkomið til að setja yfir meik. Það er líka hæfilega þekjandi. Hlakka til að nota þetta meira! 

Ég var soldið hrædd fyrst þegar ég sá litinn á þessum hyljara en hann er alls ekki jafn gulur og hann lítur út fyrir að vera. Ég notaði hann undir augun og til að fela bólur og hann virkaði mjög vel í bæði, þekjandi og hylur frábærlega. Hann er soldið þykkur svo það þarf að blanda honum vel á húðina, annars er soldið mikið augljóst að þú sér með hyljara á þér sem er ekki fallegt. Svo passa það! Þessi fær topp einkunn frá mér þar sem það er líka mjög góð lykt af honum.

Ég eiginlega bjóst ekki við miklu af þessum maskara þar sem hann er svo ódýr og ég var fyrir löngu búin að sverja eið við minn heitt elskaða Falsies frá Maybelline. En enn og aftur kemur ELF mér á óvart. Ég ELSKA þennan maskara! Burstinn er rosalega þægilegur og það er mjög gott að beita honum. Ég setti nokkur lög af honum á augnhárin og þau urðu bara lengri án þess að klessast. Ég er núna búin að vera með hann á mér í allan dag og hann hefur ekki haggast, helst alveg eins og molnar ekkert. Ást við fyrstu sín!

Ég notaði líka blauta eyelinerinn frá ELF, ásamt sólarpúðri (í litnum Warm) og kinnalit (í litnum Flushed). 
Síðast en ekki síst þá spreyjaði ég yfir andlitið Make Up Mist & Set þegar ég var búin að mála mig. Þetta sprey sér til þess að málningin helst á sínum stað mikið lengur, svo að þú þarft sjaldnar að laga þig. Og eftir að hafa prófað þetta í fyrsta skipti núna þá er ég ekki frá því að þetta bara virki! Ég hef allavega ekki ennþá þurft að laga mig frá því að ég málaði mig á morgun. Væri gaman að sjá hvernig þetta virkar á djamminu.

Takk fyrir mig ELF!

Friday, June 15, 2012

New in!

Fékk þessa æðislegu sendingu frá Shop Couture og ELF í dag. Er svo ótrúlega ánægð og ég hlakka til að sýna ykkur þetta allt betur, en ég mun gera það á næstu dögum.
Takk fyrir mig Shop Couture og ELF!

Ég setti strax upp ear cuff'ið en eins og ég hef áður sagt hérna þá elska ég þetta trend. Ég hef heyrt marga segja að þeim finnist þetta flott en þeir vita ekki alveg hvernig fötum maður getur verið í við. Fyrir mér ganga ear cuffs við nánast hvað sem er, jafnvel kjóla! Ég tók mynd af mér með ear cuff'ið sem ég fékk frá Shop Couture og í hverju ég var við. 

Jakki -Vintage / Peysa - Vero Moda (nýtt) / Ear cuff - Shop Couture

Ekki besta myndin en ég hafði engann til að taka mynd af mér svo þetta verður að duga. En you get the idea ;)
Það eru til ótrúlegar margar týpur af svona ear cuffs hjá Shop Couture og þau kosta aðeins á bilinu 790-990! Mæli með því að þið tjékkið á úrvalinu hjá þeim, þið getið gert það HÉR.

Cross print


Ég er að elska þessar leggings frá Missguided! 
Mér finnst svona statement leggings svo töff við t.d. plain bol, blazer eða leðurjakka og hæla.
Þið getið keypt þær og fullt af öðrum flottum vörum á vefsíðu Missguided.

P.S. Ég var að fá geðveika sendingu frá Shop Couture og ELF. Fylgist með á blogginu í kvöld!

Friday, June 8, 2012

Lilja Collection


'The Lilja Collection is a fast forward and upfront fashion label for the it-girl and the fashion lover that has a great sense for fashion, uniqueness and quality' 

 Flestir íslendingar ættu að vera farnir að þekkja hið flotta merki Gyðja Collection, sem hannar skó og fylgihluti. Nú hefur Gyðja kynnt nýja viðbót við fyrirtækið, Lilja Collection. Skórnir í línunni eru aðeins grófari og meira street style en þeir í Gyðju línunni, sem eru meira glam og sexy, en Lilja heldur þó enn í þessa fáguðu og fallegu hönnun sem Gyðja er þekkt fyrir.
Lilja Collection kemur í verslanir núna í júní og verður til sölu í Kraum í Reykjavík og á netverslun Gyðju www.gydja.is. En ég ætla að gefa Gyðju stóran plús fyrir að ætla einnig að selja línuna í verslunum úti á landi, eins og Lindinni á Selfossi, Mössubúð á Akureyri, Póley í Vestmannaeyjum o.fl. Þannig að landsbyggðarfólk getur líka verlsað sér þessa flottu skó í heimabyggð!


Endilega like'ið við facebook síðu Lilja Collection og fáið allar nýjustu fréttir beint í æð!

P.S. Ég vil þakka ykkur öllum kærlega fyrir þau frábæru viðbrögð sem ég er búin að fá útá myndina í Vogue og viðtalinu sem Smartland tók við mig. Þið eruð æði!
Þið getið lesið viðtalið HÉR.

Thursday, June 7, 2012

Ítalska Vogue!


Ítalska Vogue birti mynd sem ég stíliseraði!
Þið getið séð myndina betur og fleiri myndir eftir snillinginn hann Kára HÉR.

Annars er ég loksinsloksins komin með netið í nýju íbúðina svo þá fariði að sjá aðeins meira af mér.
Er með nokkrar skemmtilegar færslur í býgerð, m.a. make up og outfit færslur með vörum frá Shop Couture og ELF og loksins að sýna ykkur tattúin frá Fake Tattoos!

Monday, June 4, 2012

Yesterday's photoshoot

Photos: Kári Sverriss.
Hair/makeup: Margrét Sæmundsdóttir
Model: Steinunn María Agnarsdóttir
Styling: Kári og Sara Hlín Hilmarsdóttir

Eyddi gærdeginum í að stílistast með besta crewinu í sól og blíðu að mynda tvo myndaþætti.
Er sjúklega ánægð með útkomuna en hér getiði séð smá preview!
Like?