Jakki - Republica / Loðkragi - Gina Tricot
Haustið tók á móti mér þegar ég fór í vinnuna í morgun. Ég elska haustið, það er minn uppáhalds tími. Elska að dúða mig upp í fallegar haustflíkur og kveikja á miðstöðinni í bílnum. Koma svo heim og kveikja á kertum og njóta þess að vera inni á meðan það rignir. Love it!
Ég sótti að því tilefni uppáhalds loðkragann minn úr geymslunni. Keypti þennan í Ginu Tricot í fyrra haust og hann var sko miiiiiiikið notaður í frostinu fyrir norðan. Hann er svo klassískur að ég held að ég eigi eftir að nota hann þangað til hann dettur í sundur. Svo passar hann líka svona fínt við nýja jakkann minn!
Eigið yndislega helgi öll sömul.