Monday, July 16, 2012

Instagram vol.5

#1 Peysa - Lindex / Armband - Velvet
#2 Súkkulaðisjeik á Laundromat #heaven
#3 Hálsmen sem verður soon mine. Fæst í Republica
#4 Roadtrip uppá Geysi
#5 Outfit dagsins 16.07. Toppur - Gina Tricot / Pils - H&M
#6 Hamragarðsheiði
#7 Púkó og Smart á Laugarvegi
#8 Ástæðan fyrir bloggleysi síðustu vikna. Væntanlegt 17.janúar 2013 :)

Fylgið mér á Instagram @sarahilmars

Sunday, July 15, 2012

Shoegasm!

Vissuði að nú fást líka skór hjá Shop Couture?
Nýlega fengu þau sendingu af sjúklega flottum skóm sem ég bara verið að deila með ykkur. 
Eins og alltaf hjá Shop Couture eru verðin ótrúlega góð og þessir skór eru engin undantekning. Þið getið pantað ykkur par (eða tvö!) HÉRNA.
Hér eru nokkrir af mínum uppáhalds.

Monday, July 9, 2012

E.L.F. - Litagleði!


Um daginn sendi Eyes Lips Face mér þessa flottu augnskuggapallettu í litnum Cool. Í henni eru 32 augnskuggar, bæði flottir dökkir tónar og líka léttari og sumarlegri litir. Möguleikarnir eru endalausir með þessari palletu, allt frá léttri dagförðun, smokey förðun eða all in litagleði!

Pallettan kemur í ofboðslega fallegri pakkningu svo hún er tilvalin í gjafir. Boxið utan um pallettuna er handhægt, þægilegt og stílhreint og er akkurat hæfilega stórt svo það er lítið mál að kippa því með sér í töskuna! 

Ég prófaði mig áfram með svona létta dagförðun í dag. Notaði brúna, beige og bleika tóna. Litirnir þekja vel og haldast líka vel á. Ég spreyjaði svo Make up mist and set frá ELF yfir andlitið og augnförðunin er búin að haldast óbreytt í allan dag. Ég notaði líka blautan eyeliner og mineral infused maskara, bæði frá ELF. 

Þið getið pantað ykkur þessa pallettu HÉR en hún kostar aðeins litlar 2190!
Takk fyrir mig Eyes Lips Face.


Vuitton & Kusama

Yayoi Kusama for Louis Vuitton

Ég ELSKA þessa línu! Marc Jacobs og Kusama hafa aldeilis gert góða hluti með þessu samstarfi. Línan er ótrúlega skemmtilegt, ungleg og playful. Ég er sérstaklega hrifin af regnkápunum og auðvitað doppóttu töskunum. Ég er alveg viss um að þessar töskur eigi eftir að slá í gegn hjá Louis Vuitton.

Tuesday, July 3, 2012

Rose Gold


Ef þið viljið gefa mér síðbúna sumargjöf, þá myndi ég alveg þiggja þessa.

Jeffrey Campbell Lita in Rose Gold. Fullkomnun!

Sunday, July 1, 2012

Big knit


Fékk þessar tvær peysur úr Primark á 1000 kall saman í Kolaportinu í gær.
Er búin að vera lengi að leita mér að svona síðri, kósý prjónapeysu svo ég stökk sko á þessar þegar ég sá þær. Og ekki skemmir verðið fyrir! Maður græðir sko alltaf á því að fara í Kolaportið :)

Annars eru bara tæpir tveir tímar eftir af gjafaleiknum á facebook! Ekki missa af þessum flotta vinning. Vinningshafinn verður kynntur klukkan 21 í kvöld!