Kate Middleton leit svo sannarlega út eins og prinsessa í þessum æðislega fallega kjól úr smiðju Sarah Burton. Hann var svo fullkominn á hana, fallegur litur, sýndi hæfilega mikið og granna mittið hennar fékk að njóta sín.
Pippa Middleton, systir Kate, var einnig glæsileg í Sarah Burton kjól. En mér finnst alls ekki við hæfi að hún hafi klæðst hvítu, finnst að það eigi að halda í þá hefð að aðeins brúðurinn klæðist hvítu.
Margir hafa sett út á Victoriu Beckham fyrir þetta outfit en mér finnst það mjög klassískt og fallegt. Er ég ein um að finnast þessi hattur flottur?
Mér fannst Beatrice æðisleg í Valentino og hatturinn geggjaður! Veit ekki alveg með Vivienne Westwood dressið hennar Eugenie en mér finnst skórnir hennar mjög flottir.
Horfðuð þið á brúðkaupið?
♥