Monday, August 27, 2012

The Perfect Blazer

Gina Tricot - 399dkk

Fann hinn fullkomna svarta blazer í minni uppáhalds Ginu Tricot.
Ég elska blazer jakka ( eins og sést á fataskápnum mínum). Ég elska hvað þeir eru klassískir og ganga við allt. Það væri sko ekki leiðinlegt að taka þennan með sér heim!

Instagram @ sarahilmars

Saturday, August 25, 2012

Shoeshoeshoes

Ef það er eitthvað sem mig vantar að kaupa þegar ég fer til Köben þá eru það skór.
15 cm hælarnir eru ekki alveg að gera sig fyrir bakið lengur svo mig vantar að fjárfesta í góðum og flottum flatbotna skóm. En þegar maður er forfallinn hælasjúklingur þá getur sú leit reynst erfið. Ég er hinsvegar búin að liggja yfir síðunum hjá þessum helstu búðum úti og er komin með nokkra skó sem ég væri alveg til í að taka með mér heim.
Hvað finnst ykkur um þessa..?

Monki 

H&M

BikBok

Instagram @ sarahilmars

Autumn loving

Jakki - Republica / Loðkragi - Gina Tricot

Haustið tók á móti mér þegar ég fór í vinnuna í morgun. Ég elska haustið, það er minn uppáhalds tími. Elska að dúða mig upp í fallegar haustflíkur og kveikja á miðstöðinni í bílnum. Koma svo heim og kveikja á kertum og njóta þess að vera inni á meðan það rignir. Love it!
Ég sótti að því tilefni uppáhalds loðkragann minn úr geymslunni. Keypti þennan í Ginu Tricot í fyrra haust og hann var sko miiiiiiikið notaður í frostinu fyrir norðan. Hann er svo klassískur að ég held að ég eigi eftir að nota hann þangað til hann dettur í sundur. Svo passar hann líka svona fínt við nýja jakkann minn!

Eigið yndislega helgi öll sömul.

Instagram @ sarahilmars

Thursday, August 23, 2012

Instagram diary


Síðustu dagar í myndum. Átti yndislega helgi á Akureyrinni minni með tilheyrandi Greifa- og Brynjuísferð plús heitt súkkulaði á Bláu Könnunni. 
Bumban ákvað svo eina nóttina að springa út svo mér leið eins og ég væri komin 8 mánuði á leið. Það er líka stanslaust partý í bumbunni á kvöldin, klárlega lítill íþróttaálfur hér á ferð!

Lífið er soldið ljúft!

Instagram @ sarahilmars

Outfit dagsins

Jakki & Bolur - Republica / Leggings - Bershka / Skór - Imperial Glerártorgi

Var ég búin að segja ykkur hvað ég er ástfangin af þessum jakka? Ég allavega er það. Soldið mikið meira að segja. Er líka rosa ánægð með nýja bolinn og skónna, þó að ég viðurkenni að ég hafi nú skipt um skó áður en ég fór út úr húsi.. Þeir eru ekki alveg gerðir fyrir óléttar konur. En fallegir eru þeir!

Það er svo gaman að eiga ný föt!

Instagram @ sarahilmars

Wednesday, August 22, 2012

New in - Leather sleeves

Jakki - Republica

Það er svoo langt síðan ég póstaði mynd af svona jakka fyrst hingað inn þar sem ég tjáði ykkur að hann væri efst á óskalistanum hjá mér. Ég var búin að ákveða að reyna að finna svona jakka út í Köben en þegar þessi elska kom uppúr kössunum í Republica (fataverslun á Selfossi sem ég er svo heppin að vinna í) þá gat ég bara ekki annað en tekið hann með mér heim.
Mikið óskaplega er ég lukkuleg með nýja jakkann minn! 

Instagram @ sarahilmars

Monday, August 20, 2012

Shop Couture - Væntanlegt!

Ég ástfangin af nýjustu fylgihluta sendingunni sem er væntanleg í Shop Couture. Geðveikar töskur og allskonar fallegt skart, allt á frábæru verði auðvitað eins og venjan er hjá Shop Couture. Ég mæli eindregið með því að þið tjékkið á úrvalinu hjá þeim og pantið ykkur eitthvað fallegt. Þið getið séð sendinguna í heild sinni HÉR en hún er væntanleg í búðina núna 24. ágúst nk.Instagram @ sarahilmars

Mánudags glaðningur


Það er sko ekki leiðinlegt að mæta í vinnuna á svona gráum rigningar mánudegi og þar bíður yfirmaðurinn eftir manni með pakka frá London! Fékk þetta æðislega sæta keðju collar hálsmen frá Topshop.
Ég stóðst auðvitað ekki mátið og setti það strax upp og ég gæti sko ekki verið ánægðari.
Way to make my day! 
Held að ég eigi sko klárlega besta yfirmann dagsins. Takk Helga!

Eigið ljúfan mánudag öllsömul.

Facebook  Bloglovin
Instagram @ sarahilmars

Sunday, August 19, 2012

Dagsins

Skór - Imperial Glerártorgi

Stundum að hafa alls enga sjálfsstjórn.
Spurning hvort að óléttan leyfi mér að ganga á þeim samt.. en ég meina, ég á þá allavega skó til að nota næsta sumar! Það réttlætir þetta alveg, er það ekki?

Wednesday, August 15, 2012

Money talk


Keypti þetta fína veski í Topshop á sunnudaginn. Það er ekta leður en ég var svo heppin að það var á útsölu á 1000kr! Er búin að vera að leita að nýju seðlaveski og fannst þetta alveg tilvalið. Finnst litirnir svo fallegir og clutch stíllinn á því gerir það mjög chic.

Alls ekki svo slæm kaup!

Tuesday, August 14, 2012

Copenhagen


Skyndiákvörðun dagsins!
Splæsti í ferð til Köben fyrir mig og kallinn sem fær þetta í afmælisgjöf. Það er mánuður til stefnu og ég gæti mögulega dáið úr spennu! Er strax farin að skanna síðurnar hjá H&M, Ginu, Monki og öllum þeim og útbúa óskalista. 
Hérna eru nokkrar gersemar úr Ginu sem væri ekki leiðinlegt að taka með sér heim.

Monday, August 13, 2012

Yesterday's

Eyrnalokkar - Accessorize og I am / Sólgleraugu - I am

Brot af því sem ég keypti í gær, hitt var ekki nógu merkilegt til að vera með á mynd.
Elskaelskaelska þessi sólgleraugu. Þau minna á þetta ray ban lúkk en eru þó meira hringlaga. Svo öðruvísi og töff.
Svo bara slatti af klassískum eyrnalokkum sem við bráðvantaði.
Er nokkuð sátt við þessi kaup!

Sunday, August 12, 2012

Sunnudagsgleði

Jakki - Galleri 17 / Skyrta - H&M / Leggings - Bershka / Skart - Accessorize & Casio

Okei, sjálfmynd..og ekki bestu gæðin.. en hérna hafiði þó outfit mynd! Ég hlýt að fá einhver prik fyrir að hafa loksins drattast til að taka mynd, er það ekki? 
Er búin að eiga æðislega helgi með enn betri vinkonum. Út að borða og ísrúntur í gær og Kolaportið og power shopping í Kringlunni í dag. Það bara getur ekki klikkað.
Nýtti útsölurnar aðeins ásamt því að eitthvað nýtt læddist ofan í pokana líka. Ég sýni ykkur það á morgun!

Friday, August 10, 2012

Current craving: H&M

Hefði ekkert á móti því að eiga þessa fallegu skó frá H&M!
Þægilegir OG flottir = solid blanda!

Shop Couture Lookbook


Nýja lookbook'ið frá Shop Couture.

Svo mikið af fallegu skarti og fötum!
Elska skartið á síðustu myndinni og hi lo kjólinn með krossunum.
Þið getið séð allar vörurnar frá Shop Couture og verslað inná www.shopcouture.is 

Annars ætla ég að eyða helginni í smá vinnu og ætla svo að eiga smá gæðastund með góðum vinkonum. Kíkja í Kolaportið og svoleiðis kósýheit á sunnudaginn. Vona að þið eigið yndislega helgi öll sömul!

Thursday, August 9, 2012

New in: Polkadots

Skyrta - H&M / Leggings- Bershka

Fékk þessa fínu skyrtu frá Danmörku í gær. Er alveg ástfangin af henni!
Ég notaði hana í dag við leggings frá Bershka sem lúkka soldið eins og disco pants og svarta wedges. 
Á sko klárlega eftir að nota þessa skyrtu mikið!

Annars biðst ég afsökunar á endalausum instagram myndum og bloggleysi. Er búin að vera algjörlega hugmyndasnauð uppá síðkastið og vantar góða myndavél... já og ljósmyndara. Svo bloggið hefur soldið fengið að líða fyrir það. Vonandi eru ennþá einhverjir sem kíkja hingað inn!