Sunday, October 31, 2010

I'll be waiting







 H&M











 Gina Tricot


Langar í svo margt! Þá er líka sérstaklega erfitt að vera fátækur námsmaður.. En ég ætla að vera með smá fatamarkað núna í nóvember. Stay tuned for that.
Annars er ég búin að eiga ágæta helgi. En þessi þriggja tíma svefn sem ég fékk í gærnótt var víst ekki aaalveg nóg, svo að ég held að ég muni fara snemma í rúmið í kvöld! Núna tekur bara við djammpása fram að dimmission.. whoop!

There are so many things that I want to buy! Which is not a good thing when you're on a student's budget.. But I'm gonna be selling some of my clothes in novemeber so hopefully I'll make some money of that.
Anyway, I've had a pretty good weekend. However that three hours of sleep I got last night were obviously not enough, so I think I'll be going to bed early tonight! Now I'm gonna try to lay off the partying for a while and focus on my studies.. that should be interesting!


Friday, October 29, 2010

Pie time!


Bakaði þessa bombu áðan.. Heslihnetusúkkulaðiepla pie! Alveg hættulega góð með vanillu ís.
Búin að eiga voða kósý föstudag.. stuttur skóladagur, litaði á mér hárið, lá í leti og var svo að klára að baka. Elska svona kósý byrjun á helginni!
Vona að allir skemmti sér vel á Halloween!


I baked this pie tonight.. Hazelnutchocolateapple pie! It's dangerously good with some vanilla ice cream. I've had a really cosy friday.. got out of school early, colored my hair, enjoyed just being lazy and then I just finished baking. I love such a cosy start to the weekend!
Hope everyone has a happy halloween!

Thursday, October 28, 2010

Red hot!

Myndir - www.paniekscelencja.blogspot.com

Langar svo í svona fallega rautt hár! Er að gæla við að setja smá rauðan blæ í hárið á mér, er orðin pínu leið á þessum dökka lit.. Hvað finnst ykkur?

I want beautiful red hair like this! I'm thinking about coloring my hair a bit redish, I'm kinda fed up with this dark color.. What do you think?

Wednesday, October 27, 2010

271010





Hérna eru nokkrar götu tísku myndir sem ég tók í dag. Held að ég sé frosin í gegn eftir þessa köldu Laugarvegsgöngu! En ég náði rosa fáum myndum, kannski af því fólk hefur vit á því að vera ekki úti í þessum kulda.. haha  Reyni bara aftur á laugardaginn..
Og karlmenn! Hættið að vera svona feimnir við að láta taka myndir af ykkur ;)

Here are a few street style images I shot today. It was sooo cold outside and I'm still freezing! Didn't get a lot of images, probably because people are smart enough to stay inside when it's this cold.. haha I'll just try again on saturday..
Faux fur coat & Clutch- Vintage / Belt - Zara / Tights & Snood - Álnavörubúðin / Boots - Focus / Head band - HSJ Design

Mæli með að þið fylgist með www.bleikt.is sem er ný síða fyrir íslenskar konur og fer í loftið á komandi vikum. Spennandi!

Tuesday, October 26, 2010

My heart skipped a beat..


Bara nokkrar fallegar myndir í dag. Er með nokkur spennandi verkefni framundan.. Hlakka til að segja ykkur frá því!

Just some pretty pictures today. I've got some exciting projects coming up.. Can't wait to tell you all about it!
 

Monday, October 25, 2010

Hazy shade of winter

Í dag kom veturinn sko fyrir alvöru hérna á suðurlandinu. Snjór út um allt og ég er ekki frá því að maður komist í smá jólaskap! En eins kósý og það er nú að geta verið inni í hlýjunni og fylgst með snjónum falla út um gluggann, þá er nú ekki eins gott að þurfa að fara út í þessum kulda. Maður þarf að passa að klæða sig vel og þá detta margir í þá gryfju að skella sér í gamla kraftgallann og kuldaskónna. En það er léttilega hægt að líta vel út OG vera hlýtt. Hér á eftir ætla ég að sýna ykkur flottan vetrarklæðnað og hvernig hægt er að klæðast honum.


Camel kápan - Camel liturinn er nýji svarti liturinn! Ullarkápan er alltaf klassísk og mjög hlý. Flott að vera í þykkum sokkabuxum, flottum hælum eða wedges og með stóran trefil við.

Sláin - Slár og poncho koma sterk inn núna í haust og vetur. Fáðu þér eina með stóru munstri eins og þessi frá Asos. Annars eru þær einlitu engu síðri, fyrir þær líkamsgerðir sem þola illa svona stór munstur.

Pelsinn - Pelsinn er ávallt mjög elegant og afsakplega hlýr. Ekki samt vera hræddar við að nota hann hversdags líka. Hægt er að klæða pelsinn niður með gallabuxum og uppháum stígvélum.


Shearling - er í öllum fatnaði og fylgihlutum í vetur! Í jökkum, skóm, töskum.. Hlýtt OG smart!

Hermannaskórnir - Mjög praktískir í vetur og flottir til að gera plain outfit aðeins rokkaðra ;)

Grófi hællinn - Spurning hvernig maður færi í þessum í hálkunni, en grófi hællinn (ásamt þeim fyllta) verður mest áberandi núna í vetur. Grófur botn, reimar og loð er einnig áberandi í skótískunni núna.

Uppháu stígvélin - Aftur kemur loðið við sögu og það að þau séu upphá gerir þau hlýrri. Algjört must að fjárfesta í góðum leðurstígvélum!


Loðkraginn - Ofboðslega flottur við fínni tækifæri.. ja eða hversdags! Elegant og fallegur.

Snood - Hringtrefilinn er aftur vinsæll nú í vetur. Flott að fá sér einn í svona pastel eða neautral litum til að poppa upp svart outfit!

Loðhúfan - Það eru soldið skiptar skoðanir á þessari og hún hentar ekki öllum. En mér finnst alltaf eitthvað töff við hana. Annars er hægt að fá nokkrar útgáfur af henni, líkt og þessi að ofan sem er aðeins með loði á köntunum og innan í húfunni.

Svona er hægt að telja lengi áfram.. mæli einnig með að fjárfesta í flottum leðurhönskum og þykkum legghlífum! Vonandi verður þetta til þess að einhver ákveður að leggja kraftgallanum og fjárfesta frekar í fallegri kápu. Njótum þess að vera kvenlegar og flottar, þrátt fyrir að það sé kalt úti!



To translate this post into english click here!

Sunday, October 24, 2010

One can only dream

Mér langar í svona hillur fyrir skónna mína..
I want a storage like that for me shoes..


Svona sólgleraugu..
These sunglasses..


Kjól úr rauðu flaueli og rebbaskott á töskuna mína..
A red velvet dress and a fox tail on my bag..

Hlébarða pels..
A leopard fur coat..
Þennan topp..
This top..
Herbergið hennar Victoriu Törnegren..
Victoria Törnegren's bedroom..


Af því ég elska hvítt parket..
Because I love white floor boards..


 Hárið hennar Clémence Poésy og kjól með svona kraga..
Clémence Poésy's hair and a dress with that collar..


Eigið góðan sunnudag!
Have a lovely sunday!